Hugmyndin er að hægt sé að breyta efnisþáttum áfangans með tilliti til áhuga kennara og/eða nemenda. Í áfanganum eru fyrst og fremst kynntir valdir þættir úr sögu Asíu. Farið er lauslega yfir sögu álfunnar alveg frá nýsteinöld til okkar daga. Aðaláherslan verður þó á 19. og 20. öld.
SAGA2FR05 og SAGA2MH05 eða 10 einingar á öðru þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvar viðkomandi lönd og svæði eru á hnettinum
helstu þáttum í sögu viðkomandi landa/svæða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sagnfræðilega texta á íslensku og ensku og e.t.v. fleiri málum um sögu, stjórnmál og menningu viðkomandi landa
nýta internetið og bókasöfn til að ná tökum á mismunandi efnisþáttum áfangans
nota ólíkar heimildir til að skrifa texta og taka saman efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir sögulegum bakgrunni og öðlast þannig skilning á stöðu mála í viðkomandi löndum/ríkjum/svæðum í nútímanum
geta áttað sig á áhrifum ríkjanna á alþjóðastjórnmál og alþjóðasamskipti
þekkja helstu styrkleika og veikleika ríkjanna, bæði heima og á alþjóðavettvangi
koma þekkingu sinni og skilningi á efninu á framfæri með fjölbreyttum hætti
geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum um ríkin/löndin/svæðin sem fjallað er um í áfanganum