Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465383647.93

    Permanent 4
    HPEM2FB02(DH)
    3
    Verklegt permanent
    Verklegt permanent
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    DH
    Nemandi fær þjálfun og öðlast leikni í hönnun og ísetningu á permanenti miðað við fyrirhugaða útkomu. Kennd er greining hárs og meðferð ýmissa tegunda af permanentefnum og sléttunarefnum. Unnið er áfram með verklýsingar. Verkefnin eru unnin á æfingarhöfði og módelum.
    HPEM2GB02CH
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • útfærslu permanents samkvæmt verklýsingu og óskum viðskiptavina.
    • ýmsum gerðum permanent- og sléttiefna sem unnið er með.
    • að taka tillit til líffræðilegra þátta við hönnun meðferðar.
    • vali á spólugerð með hliðsjón af útkomu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera verklýsingar og spjaldskrár.
    • framkvæma mismunandi upprúll fyrir permanent með tilliti til útkomu.
    • setja permanent og sléttun í ýmsar síddir af hári með ólíkum aðferðum.
    • greina hár og velja viðeigandi efni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ráðleggja viðskiptavini um val og meðhöndlun á permanenti eða varanlegri sléttun.
    • greina ástand hárs og velja viðeigandi efni.
    • meðhöndla hárið á viðeigandi hátt fyrir og eftir meðferð.
    • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
    Símat.