Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465384436.83

  Almenn stærðfræði, grunnur
  STÆR1SF05
  103
  stærðfræði
  Fornám í stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í þessum upprifjunaráfanga er fjallað um talnareikning, talnalínuna, rétthyrnt hnitakerfi, prósentu- og vaxtarreikning og flatarmálsfræði. Helstu efnisatriði: • Heilar tölur, tugabrot, almenn brot • Lausn einfaldra dæma á talnalínu, hnit punkta, láréttar og lóðréttar línur, speglun, hliðrun, snúningur • Prósentur (tugabrot og almenn brot), álagning og afsláttur, vaxtareikningur • Marghyrningar og hringir, mæling horna með gráðuboga, metrakerfið
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirstöðum talnareiknings
  • uppbyggingu rétthyrnds hnitakerfis
  • einföldum prósentu- og vaxtareikningi
  • flatarmáli og ummáli ferhyrninga og þríhyrninga
  • mælingu hornamælingu horna
  • metrakerfinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • reikna með heilum tölum og brotum
  • vinna með rétthyrnt hnitakerfi
  • reikna einfaldar prósentur og vexti
  • reikna flatarmál og ummál rétthyrninga og þríhyrninga
  • mæla horn
  • breyta einingum í metrakerfinu
  • nota vasareikni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt
  • útskýra hugmyndir sínar og verk
  • fylgja fyrirmælum sem gefin eru
  • lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum
  • beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
  Leiðsagnarnám. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.