Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465388006.93

    Ritlist – skapandi skrif
    ÍSLE3RS05
    164
    íslenska
    Skapandi skrif
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum munu nemendur kynna sér einkenni mismunandi tegunda ritverka svo sem sagna, ljóða, greina o.fl. Lesin verða lýsandi dæmi um slík verk en aðaláhersla verður lögð á að nemendur semji eigin verk undir leiðsögn kennara, lagfæri og betrumbæti þau skv. ábendingum og skili þeim af sér fullbúnum. Áhersla er á sköpun nemenda en einnig á tæknileg atriði í frágangi ritsmíða og vandað málfar.
    2BR05 og ÍSLE2MG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einkennum mismunandi tegunda ritsmíða
    • hvernig ná má fram ólíkum blæbrigðum/hughrifum í ritsmíðum
    • helstu hefðum og venjum í ljóðagerð, jafnt hefðbundinni sem óbundinni
    • hlutverki höfundar í ritverkum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • semja og rita eigin texta; sögur, ljóð, greinar eða hvaðeina sem hugur hans stendur til
    • nota fjölbreytt og vandað mál við ritsmíðar
    • velja sér málsnið og stíl í samræmi við viðfangsefni/form
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta trúverðugleika og gæði ritsmíða
    • greina og upplifa ólík hughrif í skáldskap
    • mynda sér skoðun á ætlan höfunda ritverka
    Námsmat er byggt á leiðsagnarmati þar sem vinna nemandans er metin jafnóðum allan námstímann.