Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465471799.58

    Danska: Samfélag og menning
    DANS3CV05
    22
    danska
    Danska á annan veg
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að auka þekkingu nemenda á danskri menningu, sögu og samfélagi. Áhersla er lögð bæði á fjölbreyttan orðaforða sem og faglegan sem tengist afmörkuðum sviðum þannig að nemendur geti lesið sér til skilnings og tjáð sig munnlega og skriflega á dönsku í samræmi við markmið námskrár fyrir annað tungumál á þriðja þrepi. Nemendur velja sér að einhverju leyti viðfangsefni eftir áhugasviði og vinna undir handleiðslu kennara. Bókmenntir, fræðitextar, kvikmyndir, samfélag, pólitík, saga, fjölmiðlar og námsmöguleikar í Danmörku verða meðal viðfangsefna. Nemendur ákveða í samráði við kennara hvernig þeir kjósa að legga vinnu sína fram en áhersla verður á umræður og fjölbreytt verkefnaskil.
    10 einingar í dönsku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • danskri menningu sem býr að baki því efni sem unnið er með
    • orðaforða og hugtökum sem nýtast til áframhaldandi náms
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja sértækan texta
    • vinna út frá upplýsingum og ýtarefni sem unnið er með hverju sinni
    • skilja samhengi lengri texta sér til gagns og ánægju
    • tjá sig og rökstyðja mál sitt bæði munnlega og skriflega, sem hæfir efninu hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu textans
    • geta unnið með og lagt mat á heimildir til grundvallar verkefnavinnu
    • túlka texta út frá mismunandi forsendum og leggja gagnrýnið mat á vinnu sínu
    • geta flutt mál sitt lipurlega fyrir aðra
    Leiðsagnarmat