Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465472059.37

    þjóð, tunga og land
    ÍSLE3ÞT05
    168
    íslenska
    Fornbókmenntir og íslenskt mál
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur lesa eina Íslendingasögu og vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á íslensku máli og samfélagi að fornu og nýju. Leitast verður við að setja miðaldabókmenntir í samhengi við samtíma nemenda og meta merkingu þeirra fyrir nútímann. Nemendur öðlast færni í að lesa og skilja miðaldatexta, kynnast uppruna og frásagnarlist Íslendingasagna og átta sig á mikilvægi þess menningararfs sem þær hafa að geyma. Lesnar eru greinar um íslenska menningu og tungu á ýmsum tímum og vinna nemendur tjáningar og ritunarverkefni upp úr þeim. Nemendur vinna heimildaritgerð um núlifandi, íslenskan listamann.
    ÍSLE2GF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu.
    • ritgerðarsmíð og heimildavinnu.
    • notkun forns menningararfs í nútímasamfélagi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna að heimildaritgerðum og hvers kyns texta þar sem beitt er gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og koma efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli.
    • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli.
    • flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni.
    • lesa sér til gagns og gamans texta á fornu íslensku máli.
    • nota upplýsingatækni við nám sitt.
    • að rita íslenskt mál samkvæmt reglum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta.
    • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður.
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu.
    • túlka texta fornbókmennta og þekkja mun á fornu og nútímamáli.
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun.
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og upplýsinganotkun.
    Námsmat byggir á vinnu nemandans yfir önnina og er tilgreint nánar í námsáætlun.