Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465474667.57

    leiklist
    LEIK2LE05
    20
    leiklist
    leiklist
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum fá nemendur kynningu og innsýn í heim samtíma leiklistar og verklega þjálfun í því að vinna skapandi með rými, hljóð og líkama. Nemendur eru kynntir fyrir þeim möguleikum sem sviðslistarmiðillinn hefur upp á að bjóða og þeir þjálfaðir í að nýta þá möguleika til úrvinnslu og framkvæmda hugmynda sinna. Áhersla er lögð á þjálfun í að nýta sköpunaraðferðir, innrömmun hugmynda og hæfni til að útfæra þær á listrænan hátt með skýrri heildarmynd. Að auki verða grunnþættir leiksýningagreiningar kynntir, farið verður með nemendur áfangans í leikhús og fá þeir í kjölfarið tækifæri til að spreyta sig á greiningum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skapandi vinnu með rými, hljóð og líkama sem miðla.
    • að opna augun fyrir möguleikum óhefðbundinna leikrýma, að þjálfa leikni í rýmisskynjun og rýmisnotkun í listsköpun, skilji takmarkanir þeirra og möguleika.
    • notkun nokkurra vinnuaðferða og „tækja“ leiklistarinnar og geti nýtt sér þau við gerð innsetninga, mynda og stuttra sena og skapað með þeim andrúmsloft og áhrif.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • í grunnþekkingu orðaforða innan fagsins og greiningu á leiksýningum
    • þekkingu á fjölbreyttum þáttum leiklistar, svo sem rými, líkama, hljóði og lýsingu og öðlist hæfni í samsetningu þessara þátta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • aukinni hæfni í framkomu á sviði
    • sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu
    • leikni í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd bæði sem einstaklinur og í hópi
    Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.