Áfanginn er almenn kynning á heimspeki sem fræðigrein. Söguleg staða vestrænnar heimspeki innan fræðigreina útskýrð og tengsl við hugvísindi. Sérkenni heimspekinnar tekin fyrir. Fjallað verður um helstu heimspekinga og kenningar vestrænnar heimspekisögu.
INNF1IF05 eða sambærilegur inngangsáfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu vestrænnar heimspeki
sérstöðu fræðigreinarinnar heimspeki meðal vísindanna
helstu heimspekingum sögunnar og stefnum þeirra
helstu aðgreiningar, kenningar og lögmál heimspekinnar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita heimspekinni á ólík vandamál, hvort sem þau eru siðferðilegs eðlis eða þekkingarfræðileg
aðgreina heimspekileg vandamál frá öðrum vandamálum
beita heimspekilegri nálgun á einfalda texta
taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með virkri hlustun og rökstuddri afstöðu til að:
taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með því að beita gagnrýninni hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúinn til að taka gagnrýni á uppbyggilegan máta.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um efni þeirra ...sem er metið með... leiðsagnarmati
lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta ...sem er metið með... leiðsagnarmati
tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum við ólíka viðmælendur ...sem er metið með... leiðsagnarmati
koma hugmyndum sínum á framfæri á fjölbreyttu miðlunarformi ...sem er metið með... leiðsagnarmati
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... leiðsagnarmati
meta eigið vinnuframlag ...sem er metið með... leiðsagnarmati