Í áfanganum kynnumst við matarmenningu í fjarlægum og nálægum menningarheimum. Við nálgumst matarmenningu samfélaga með gleraugum kenningana og öflum upplýsinga um þau og setjum í fræðlegt samhengi.
FÉLA2KR05 eða 5 einingar á öðru þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
félagsfræði matarmenningar sem fræðigreinar
sértækum hugtökum matarmenningar
sérstöðu matarmenningar
matarmenningu í fjarlægum og nálægum menningarheimum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leggja gagnrýnið mat á þróun matarmenningar
skoða fjarlæg og nálæg samfélög með gleraugum kenninga
afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta hina ýmsu miðla á íslensku og erlendu tungumáli til heimildaöflunar
sýna frumkvæði að raunhæfum verkefnum
miðla til annarra þeim niðurstöðum sem hann kemst að
elda sýnishorn ýmissa rétta frá ýmsum heimsálfum
meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt