Íslandssaga frá upphafi byggðar til samtímans er viðfangsefni áfangans. Tímabil og þemu sem verða sérstaklega athuguð eru eftirfarandi: landnám, miðaldir, nútíminn verður til. Áhersla er lögð á að nemendur fái gott yfirlit yfir sögu Íslands og geri sér grein fyrir tengslum fortíðar og nútíðar.
Saga2FR05 eða 5 einingar á öðru þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim þáttum Íslandssögunnar sem mest hafa haft áhrif á líf nútíma Íslendingsins
mótun þjóðar
helstu hugtökum og persónum sem koma við sögu
mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
mismunandi tegundum heimilda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
geta aflað sér mismunandi heimilda um viðfangsefnið
meta frumheimildir og eftirheimildir
nota heimildir til þess að miðla sögulegu efni á fjölbreyttan og skapandi hátt
meta gildi og áreiðanleika heimilda
vinna sjálfstætt og með öðrum að verkefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
miðlað sögulegum fróðleik á áhugaverðan og fjölbreyttan hátt
geta beitt gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
geta metið samtímaatburði í sögulegu ljósi
geta unnið með öðrum að sameiginlegu markmiði
Leiðsagnarmat þar sem lögð er áhersla á virka endurgjöf til nemenda.