Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465496484.38

    Saga 20. og 21. aldar
    SAGA2MA05
    95
    saga
    Saga 20. og 21. aldar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verða teknir fyrir valdir þættir í Íslands- og mannkynssögu 20. og 21. aldar. Þættirnir eru valdir af nemendum og kennara og spilar áhugi nemenda því stórt hlutverk. Á sama tíma verður lögð áhersla á gagnrýna hugsun, heimildaleit og mat á þeim. Mikil áhersla er á að nemendur kynnist mismunandi tegundum heimilda og læri að leggja mat á þær með gagnrýnni hugsun. Áhersla er lögð á að nemendur kafi djúft ofan í viðfangsefnin sem verða fyrir valinu.
    SAGA2FR05 eða 5 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum í Íslands- og mannkynssögu 20. og 21. aldar
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
    • undirstöðuatriðum sagnfræði sem fræðigreinar
    • mismunandi tegundum heimilda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta aflað sér fjölbreyttra heimilda um mismunandi viðfangsefni
    • meta gildi og áreiðanleika ólíkra heimilda
    • nota heimildir á viðurkenndan hátt
    • beita gagnrýninni hugsun og rökstyðja skoðanir sínar
    • nota ólík miðlunarform til að koma á framfæri sögulegum fróðlleik
    • lesa sagnfræðilega texta á íslensku og ensku og að túlka þá
    • vinna með öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita gagnrýninni hugsun á markvissan hátt ...sem er metið með... leiðsagnarmati
    • geta tjáð sig um safnfræðileg efni ...sem er metið með... leiðsagnarmati
    • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni ...sem er metið með... leiðsagnarmati
    • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu ...sem er metið með... leiðsagnarmati
    • sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum. ...sem er metið með... leiðsagnarmati
    Leiðsagnarmat