Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465497078.3

    Afbrigðasálfræði
    SÁLF2AB05
    67
    sálfræði
    afbrigðasálfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Hugtakið geðheilbrigði er skoðað svo og forvarnir í geðheilbrigðismálum. Nemendur fræðast um helstu flokkunarkerfi og algengustu flokka geðrænna vandamála. Fjallað er um orsakir þeirra, tíðni, einkenni og meðferð. Nemendur kynna sér einnig hvar hægt er að leita aðstoðar vegna geðræns vanda. Viðhorf gagnvart andlega fötluðum eru rædd með það fyrir augum að ýta undir virðingu, skilning og umburðarlyndi í þeirra garð. Í áfanganum er einnig fjallað um geðshræringar og mikilvægi þeirra varðandi mannlega breytni og líðan. Farið er í streitu, einkenni hennar, áhrif á heilsu og streituþol.
    Inngangur að sálfræði eða 5 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • streitu, einkenni hennar, áhrif á heilsu og streituþol.
    • algengustu flokkum geðrænna vandamála, orsökum þeirra tíðni, einkenni og meðferð.
    • flokkunarkerfinu DSM-IV
    • aðstæðum og aðbúnaði geðfatlaðra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að þekkja einkenni streitu og vinna gegn henni.
    • miðlað upplýsingum um efni sem tengiist þekkingarmarkmiðum áfangans.
    • notað heimildir á viðurkenndan hátt.
    • fjallað um sálfræðileg hugtök og kenningar.
    • beita aðferðum sem vinna gegn streitu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um og tengja saman sjónarmið sálfræðinnar og hugmyndir um orsakir afbrigðilegs ferlis
    • geta tekið þátt í umræðum um sálfræðileg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun
    • geti beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á námi og unnið í samvinnu við aðra
    • tileinka sér jákvæð og fordómalaus viðhorf
    Leiðsagnarmat.