Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465497113.64

    Sálfræði, áföll, fötlun, öldrun
    SÁLF2FÖ05
    65
    sálfræði
    FÖTLUN, ÖLDRUN
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um fötlun og áhrif fötlunar á sjálfsmynd og líf einstaklings og fjölskyldu hans. Einnig er fjallað um áföll, áfallastreitu, áfallahjálp, kvíða og sorg. Nemendur kanna eigin kvíðaviðbrögð og streituvaldandi aðstæður og hvernig hægt er að hafa áhrif á eigin líðan og annarra. Þá er fjallað um öldrun og mál sem tengjast henni.
    SÁLF2IN05 eða sambærilegur inngangsáfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað talið er til fötlunar í dag
    • að ýmsar hindranir, sem mæta fötluðu fólki, tengjast fremur félagslegum þáttum og hefðum en skertu atgervi þeirra sem búa við fötlun
    • að fatlaðir eru ólíkir einstaklingar sem hafa vilja og getu til að nýta sér hæfileika sína, stjórna eigin lífi og eiga rétt á að deila kjörum með ófötluðum
    • hvernig aðstæður fatlaðra á Íslandi eru hvað varðar þjálfun, nám, heimili, vinnu og tómstundir
    • hvað felst í hugtökum eins og áfallastreita og áfallahjálp
    • hugtökunum kvíði, kvíðaviðbrögð og kreppa, t.d. áfallakreppa og þroskakreppa
    • einkennum sorgarferlis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja tíma sinn við þekkingarleit
    • samvinnu við afmörkun, skipulagningu og úrvinnslu viðfangsefnis
    • tjá eigin niðurstöður munnlega, skriflega eða í öðru formi sem nemandinn hefur valið sér
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa samskipti við einstaklinga sem eiga við fötlun að stríða
    • velta fyrir sér viðhorfum til aldraðra í dag og réttmæti þeirra
    Leiðsagnarmat