Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465560913.72

    Þrívíddarhönnun, stafræn framleiðslutækni, rafeindatækni og forritun
    FABL2RF05
    7
    Stafræn hönnun
    Rafeindatækni og forritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Byggt er ofan á fyrri þekkingu nemenda á hinum ýmsu teikniforritum auk þess sem notkun laserskera er þjálfuð frekar. Kennd eru nokkur grunnatriði forritunar og rafeindatækni í gegnum forritanlega tölvueiningu sem getur unnið með margvíslega nema og skynjara og stjórnað búnaði (Arduino). Áhersla er lögð á að vinna með sköpunarkraft nemenda og hafa þeir mikið að segja um val verkefna. Mikil áhersla er lögð á vinnuferli í verkefnum og gerð verklýsinga.
    NÝSK1FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun leiserskera
    • stafrænum fræsivélum
    • lestri einfaldra rafrása
    • gerð rafrása, örgjafa og íhluta
    • einfaldri forritun (C++)
    • þekkingu á algengum samsetningum í stafrænni framleiðslu
    • getu og takmörkun mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
    • skrásetningu og miðlun vinnuferlis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota stafrænan tækjabúnað við hönnun og framleiðslu
    • vinna skissu að frumgerð og kynna fyrir öðrum
    • framkvæma verkefni frá hugmynd til frumgerðar
    • lesa einfaldar rafrásir
    • setja saman einfaldar rafrásir í Arduino
    • skrifa einfalda forritun í forritunarmálinu C++ fyrir Arduino tölvueiningu
    • velja efni við hæfi hönnunar og tækjabúnaðar
    • miðla rafrænt skrásetningu vinnuferlis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa og vinna eftir leiðbeiningum
    • vinna sjálfstætt eftir verkáætlun sem hann gerir sjálfur
    • útfæra hugmyndir sínar í teikniforritum
    • framleiða frumgerð hugmynda sinna úr efnivið og með stafrænum framleiðslutækjum sem henta viðfangsefninu
    • setja saman einfaldar rafrásir fyrir Arduino tölvueiningu, forrita þær með stuðningi leiðbeininga og gera einfaldar breytingar á forrituninni
    Námsmat skal vera fjölbreytt og byggja á verkefnavinnu með áherslu á leiðsagnarmat.