Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465563171.47

    Bókmenntir síðari alda
    ÍSLE2BS05
    111
    íslenska
    bókmenntir síðari alda
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á tengsl tungumáls, bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum fram að aldamótunum 1900. Bókmenntir tímabilsins eru skoðaðar og vakin athygli á hvernig þær lýsa þjóðfélagsaðstæðum og menningarlífi hverju sinni. Nemendur lesa valda texta og lögð er áhersla á höfunda sem setja svip sinn á bókmenntirnar. Nemendur kynnast hugmyndum manna á tímabilinu um íslenska tungu og viðleitni til málhreinsunar og þjálfast í að tjá sig í ræðu og riti um einstök verk og höfunda.
    5 einingar á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum bókmennta á tímabilinu 1550 – 1900
    • helstu höfundum og verkum tímabilsins
    • orðaforða bókmennta frá tímabilinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu einkenni bókmennta á tímabilinu 1550-1900
    • lesa og fjalla um helstu bókmenntaverk tímabilsins
    • greina myndmál og stílbrögð í bókmenntum tímabilsins
    • skrifa um bókmenntir af þekkingu og á gagnrýnan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa af þekkingu vel uppbyggðan texta um bókmenntir tímabilsins
    • tjá skoðanir sínar og afstöðu á skýru og greinargóðu máli
    • átta sig á tengslum bókmennta og samfélags á tímabilinu
    • skilja dulinn boðskap og hugmyndir sem birtast í textum tímabilsins
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    Verkefni, krossapróf og lokapróf.