Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465644213.57

    Almenn jarðfræði
    JARÐ2AJ05
    50
    jarðfræði
    almenn jarðfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur helstu meginþáttum í jarðfræði Íslands á fjölbreyttan og lifandi hátt. Áhersla verður lögð á að setja uppruna og tilveru landsins í samhengi við landrek og landmótun af völdum hinnar eilífu baráttu innrænu og útrænu aflanna. Eins verður farið í undirstöðuatriði steinda- og bergfræði sem og kenningar um uppruna kviku, myndun mismunandi kvikugerða undir Íslandi og hvað einkennir eldvirkni við mismunandi jarðfræðilegar aðstæður. Samspili grunnvatns og jarðvarma verða einnig gerð góð skil sem og yfirborðsvatni í hvaða formi sem er. Í áfanganum verða eftirfarandi efnisþættir m.a. teknir fyrir: · Innræn og útræn öfl · Hringrás efnis · Flekarek og heitir reitir · Jarðskjálftar og brotalínur · Steindir · Kvika og storkuberg · Eldvirkni · Grunnvatn og jarðvarmi · Jöklar, vötn og vatnsföll · Verðrun, rof og setmyndun · Jarðsaga Íslands Því er oft haldið fram að það að læra nýja námsgrein sé eins og að læra nýtt tungumál. Jarðfræðin er ein þeirra greina sem, við fyrstu kynningu, er uppfull af nýjum og oft torskildum orðum. Það er því eitt meginmarkmið áfangans að nemendur verði vel læsir á jarðfræðilegan texta og öðlist góða leikni í meðferð á grundvallarflokkunarkerfum jarðfræðinnar, skilgreiningum hennar, hugtökum og ferlum. Með stuðningi þessara verkfæra og bjargráða byggi nemendur upp dýrmæta hæfni til að yfirfæra fræðin yfir á umhverfi sitt, tengja saman ferla, beita rökhugsun, draga ályktanir og ná þannig að smíða heildstæða heimsmynd sem er í rökréttu jarðfræðilegu samhengi. Eða, með öðrum orðum; nemendur öðlast hæfni til að “lesa í landið” á þann hátt að mótunarsaga þess og óblíð náttúruöflin standi þeim ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.
    INNÁ1IN05 eða sambærilegur inngangsáfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallar flokkunarkerfum, skilgreiningum, hugtökum og ferlum jarðfræðinnar.
    • meginatriðum í jarðfræði Íslands; uppruna landsins og tilveru.
    • muninum á innrænum og útrænum öflum og hinum eilífu átökum elds og íss.
    • flekakenningunni og tengslum hennar við jarðskjálfta og eldvirkni.
    • helstu tegundum steinda og bergtegunda og tengslum þeirra við mismunandi kviku og myndunaraðstæður.
    • helstu gerðum eldstöðva og mismunandi virkni þeirra.
    • landmótun af völdum frostverkana, vatnsfalla, sjávar, jökla og vinds.
    • mismunandi gerð fallvatna
    • tengslum grunnvatns og jarðvarma og helstu einkennum jarðhitans á Íslandi
    • helstu grunnatriðum í jarðsögu Íslands.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðferð og beitingu jarðfræðilegra flokkunarkerfa, skilgreininga, hugtaka og ferla
    • miðlun jarðfræðilegrar þekkingar sinnar á sem fjölbreyttastan hátt
    • greiningu helstu steinda og bergtegunda
    • notkun og lestri jarðfræðikorta, sem og venjulegra staðfræðikorta
    • jarðfræðilegri upplýsingaöflun á veraldarvefnum, úr bókum, tímaritum, kortum, myndum o.fl.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • yfirfæra fræðin yfir á umhverfi sitt og náttúru Íslands með hjálp þeirra verkfæra sem fræðin hafa veitt honum
    • beita rökhugsun, ígrundunum og vísindalegum vinnubrögðum til að “lesa í landið” og smíða heildstæða jarðfræðilega heimsmynd af umhverfi sínu sem er í rökréttu jarðfræðilegu samhengi
    • meta og túlka jarðfræðilegar upplýsingar og heimildir á gagnrýninn hátt
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • tjá og miðla jarðfræðilegum upplýsingum á fjölbreyttan og frjóan hátt.
    Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsagnarmat/Símat