Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465644337.03

    Almenn efnafræði - Grunnáfangi
    EFNA2AE05
    66
    efnafræði
    almenn efnafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfangunum er farið í undirstöðuatriði efnafræðinnar og nemendur látnir vinna með grunnhugtök greinarinnar s.s. atóm, frumefni, efni, efnablöndur, mól o.fl. Nemendur þjálfast í meðferð hjálpargana, s.s. lotukerfinu. Lögð verður áhersla á skipulögð vinnubrögð í dæmaútreikningum og skipulag náms í efnafræði almennt. Nemendur kynnast verklegum æfingum í efnafræði og þjálfast í þeim vinnubrögðum sem eru viðhöfð.
    INNÁ1IN05 eða sambærilegur inngangsáfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökunum efni, efnablanda, ástand efna, eðlisfræðilegum eiginleikum efna.
    • uppbyggingu atóma, jóna og sameinda. Rafeindaskipan frumefna og mikilvægi þess
    • Lotukerfinu og mólhugtakinu
    • mælingum í efnafræði, meðferð talna og markverðir stafir talna.
    • Ritun skýrslna um framkvæmd verklegra æfinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota hjálpargögn í efnafræði s.s. lotukerfið
    • Rita og stilla efnajöfnur
    • beita mólútreikningum og hlutfallareikningi í efnahvörfum
    • beita mælistærðum, einingum og markverðum tölustöfum
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðunum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á og rökstyðja hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði.
    • beita skipulegum aðferðum við útreikning lausna og sett fram niðurstöður sínar með óvissu og markverðum hætti.
    • geta hagnýtt sér þekkinguna við framkvæmd verklegra æfinga í efnafræði.
    • skilja mikilvægi efnafræðinnar í raunvísindum og geti unnið af öryggi og sjálfstæði og beitt röksemdarfærslu á efni tengd grunefnafræði.
    Leiðsagnarmat sem er nánar útlistað í kennsluáætlun.