Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465644383.15

  Efnafræði - Gaslögmálið og Efnahvörf
  EFNA2GE05
  67
  efnafræði
  gaslögmálið, hraði efnahvarfa, orka í efnahvörfum
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er áfram unnið með undirstöðuþætti efnafræðinnar og helstu gerðir efnahvarfa kynntar. Til viðbótar ef fjallað um gaslögmálið og tengingu þess við mól- og massaútreikninga í efnahvörfum auk þess sem farið verður í orkubreytingar við efnahvörf og hraða efnahvarfa. Áhersla er lögð á skipulagða dæmaútreikninga og sjálfstæði í vinnubrögðum almennt sem og í verklegum æfingum.
  EFNA2AE05 og STÆR2GR05 eða 5 einingar í efnafræði á öðru þrepi og 5 einingar í stærðfræði á öðru þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • millisameindakröftum og hlutverki þeirra í efnum ásamt eiginleikum vökva og fasabreytingum.
  • mismunandi gerðum efnahvarfa s.s. fellingarhvörf, sýru/basahvörf og oxunar/afoxunarhvörf.
  • eiginleikum gasa og gasblandna sem og skilning á kjörgaslögmálinu.
  • grunnhugtökum varmafræðinnar, lögmálum hennar og áhrif hennar á efnahvörf
  • Hraðalögmálum efnafræðinnar og helstu þáttum sem hafa áhrif á hraða efnahvarfa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Þekkja mismunandi efnahvörf útfrá efnajöfnum þeirra
  • geta útskýrt þá þætti sem hafa áhrif á orkubreytingar við efnahvörf.
  • Reikna út hvarfhraða og orkubreytingar við efnahvörf
  • Skilgreina áhrifaþætti varmafræðinnar á efnahvörf
  • Skýra áhrifaþætti á hraða efnahvarfa
  • Setja upp og framkvæma verklega æfingar og vinna markvisst úr niðurstöðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • átta sig á og rökstyðja hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði.
  • beita skipulegum aðferðum við útreikning lausna.
  • skilja mikilvægi efnafræðinnar í raunvísindum.
  • stunda áframhaldandi nám í efnafræði
  Leiðsagnarmat sem er betur útlistað í kennsluáætlun.