Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465644416.02

    Lífræn efnafræði og lífefnafræði
    EFNA3LÍ05
    56
    efnafræði
    lífræn- og lífefnafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Farið verður ýtarlega í Lífrænu efnafræðina, þ.e. efnafræði kolefnis og kolefnissambanda. Nemendur kynnast grunnatriðum lífrænnar efnafræði s.s. helstu efnaflokkum, IUPAC-nafnakerfinu, teikningu byggingaformúla, eðlis- og efnaeiginleikum lífrænna efna, helstu hvörfum og hvernig lífræn efnafræði tengist daglega lífinu. Svigrúmablöndun kolefnis og þrívíddarbygging lífrænna sameinda. Stutt kynning verður á lífefnafræði og helstu flokkum lífefna; sykrum, lípíðum og próteinum. Helstu lífefnaferlar mannslíkamans.
    EFNA2AE05 og EFNA2GE05 eða 10 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum lífrænnar efnafræði
    • helstu lífrænu efnaflokkunum; eðlis- og efnaeiginleikum
    • IUPAC-nafngiftakerfi lífrænna efna
    • svigrúmablöndun kolefnis og þrívíddarbyggingu lífrænna sameinda
    • helstu lífefnaferlum mannslíkamans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja helstu lífrænu efnaflokkana sem mynda lífverur
    • nota IUPAC-nafngiftakerfið
    • teikna byggingarformúlur
    • lýsa svigrúmablöndun kolefnis
    • lesa úr lífefnaferlum hvatbera
    • tengja lífefnaferla eins og ljóstillífun og frumuöndun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota IUPAC- nafngiftakerfið til þess að skrifa heiti og teikna upp byggingarfomúlur lífrænna efna
    • rita einfalda hvarfganga
    • auka skilning sinn á notagildi lífrænnar efnafræði og tengja hana daglegu lífi
    • afla sér upplýsinga og frekari þekkingar varðandi viðfangsefnið
    • takast á við frekara nám í efna- og náttúrufræðum
    Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsagnarmat/Símat