Efnafræði - Jafnvægi, sýrur og basar og rafefnafræði
EFNA3JE05
57
efnafræði
Jafnvægi í efnahvörfum frá ýmsum hliðum
Samþykkt af skóla
3
5
Viðfangsefni áfangans er jafnvægishugtakið. Jafnvægi í efnahvörfum er skoðað frá ýmsum hliðum en áhersla lögð á jafnvægi í þremur megingerðum efnahvarfa: sýru-basa hvörfum, oxunar-afoxunarhvörfum og fellingarhvörfum. Einnig verður farið í rafefnafræði, Galvaníhlöð og aðrar rafhlöður og áhersla lögð útreikninga sem byggist á rafeindaflutningi og staðalafoxunarspennu hálfhvarfa, Nernst jafna og rafgreining. Mikil áhersla er lögð á dæmareikninga og nemendur vinna sjálfstætt að framkvæmd og úrvinnslu verklegra æfinga er tengjast viðfangsefnum áfangans.
EFNA2AE05 og EFNA2GE05 eða 10 einingar á öðru þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
jafnvægi í efnahvörfum
efnafræði sýra og basa og jafnvægi hjá daufum sýrum og bösum
efnafræði lausna, jafnalausnum, títrunum og leysnimargfeldi
sjálfgengni efnahvarfa, fríorku og tengslum hennar við jafnvægisfastann
rafefnafræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota jafnvægisfasta og jafnvægisstyrkja til útreikninga
beita útreikningum er tengjast sýrum og bösum
reikna út orkubreytingar í efnahvörfum og tengja þær við jafnvægisástand
setja upp, framkvæma og vinna úr verklegum æfingum á sjálfstæðan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á og rökstyðja hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði.
beita skipulegum aðferðum við útreikning lausna.
skilja mikilvægi efnafræðinnar í raunvísindum.
stunda áframhaldandi nám í efnafræði
Leiðsagnamat sem er betur útlistað í kennsluáætlun.