Þessi áfangi er byrjunaráfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut. Nemendur kynnast grundvallarhugtökum í aflfræði, varmafræði og raffræði. Nemendur eiga að geta beitt SI einingakerfinu og kunni skil á helstu lögmálum og jöfnum sem tengjast námsefninu.
INNÁ1IN05 og STÆR2VH05 eða sambærilegur inngangsáfangi og 10 einingar í stærðfræði á öðru þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarhugtökum í afl- varma- og rafmagnsfræði
hreyfingu hlutar með jafnri hröðun eftir beinni braut
skilgreiningu á massa og þyngd
lögmálinu um varðveislu orkunnar og hreyfilögmál Newtons
varðveislu skriðþunga í einföldum árekstri
SI einingakerfinu við lausn verkefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fara með tölur, vigra og ýmis stærðfræðileg hugtök við lausn eðlisfræðilegra verkefna
beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
umrita jöfnur og finna óþekktar stærðir í ýmsum dæmum
framkvæma verklegar æfingar og setja fram niðurstöður á réttan hátt
gera skýrslur úr verklegum æfingum og geti metið hvort niðurstöður mælinga séu raunhæfar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og sinni náminu af ábyrgð
nota námsefni og gögn á markvissan hátt
yfirfæra þekkingu úr öðrum raungreinum til að auðvelda lausn og skilning á verkefnum
tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann.