Í áfanganum er lögð áhersla á grundvallarþætti í frumulíffræði og erfðafræði. Farið verður í byggingu og starfsemi mismunandi frumuhluta. Fjallað verður um frumuskiptingar og erfðaefnið. Ef tími er til verður einnig fjallað um mismunandi vefjagerðir.
INNÁ1IN05 eða sambærilegur inngangsáfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
byggingu og starfsemi fruma; heilkjörnunga og dreifkjörnunga
gerð og hlutverki frumulíffæra, frumuhluta
flutningi efna um frumuhimnur
kenningum um tilurð og þróun heilkjörnunga
mismunandi frumuskiptingum
sáð- og eggfrumumyndun hjá manninum
lögmálum Mendels og algengum erfðamynstrum
byggingu DNA og RNA
genatjáningu; afritun, umritun og þýðing erfðaefnisins
mismunandi genastökkbreytingum
grunnatriðum í erfðatækni
gerð og hlutverki dýra- og plöntuvefja
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota ljóssmásjá
skoða frumur og vefi með ljóssmásjá
leysa erfðafræðidæmi
lesa úr erfðamynstrum
lesa úr erfðatáknmálinu
nýta upplýsingatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka skilning sinn á því smásæja í lifandi efni sem metið er með verkefnum og verklegum æfingum
tengja undirstöðuþekkingu í frumu- og erfðafræði við daglegt líf sem metið er með munnlegum og skriflegum verkefnum
bera virðingu fyrir og taka ábyrga afstöðu til hegðun sinnar m.t.t. lifandi náttúru og eigin líkama
vera meðvitaðri um ástæður erfðafræðilegrar fötlunar og geti tekið ábyrga afstöðu til málefna þar að lútandi
afla sér upplýsinga og frekari þekkingar varðandi viðfangsefnið ...sem er metið með... ýmsum verkefnum
þjálfa sjálfstæð vinnubrögð við úrlausn verkefna ...sem er metið með... leiðsagnar- og sjálfsmati
takast á við frekara nám í efna- og náttúrufræðum
Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsagnarmat/Símat