Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465653344.36

    Stærðfræði - Deildun, föll og markgildi
    STÆR3DF05
    135
    stærðfræði
    deildun, föll, markgildi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Viðfangsefni áfangans eru vísis- og lograföll, markgildi og deildun algengra falla. Lögð er áhersla á að nemendur nýti þekkingu á eiginleikum falla og reiknireglur í samhengi við myndræna framsetningu.
    STÆR2GR05 (STÆR2VH05) eða 5 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Veldareglum með rauntöluveldisvísi
    • Vísis- og lograföllum sem og lograreglum
    • Samskeytingu falla og andhverfu falls
    • Markgildum falla og kannist við samfelldnihugtakið
    • Helstu tegundum aðfellna
    • Skilgreiningu á afleiðu
    • Deildareikningi og helstu reiknireglum um deildun
    • Afleiðum falla og hvaða upplýsingar afleiða falls gefur um feril þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota veldareglur til einföldunar og útreikninga
    • Leysa einföld verkefni þar sem vísisvöxtur eða –hnignun kemur fyrir
    • Leysa jöfnur þar sem vísis- og lograföll koma fyrir
    • Skeyta saman einföld föll og finna andhverfu einfaldra falla
    • Finna jöfnu snertils við graf falls
    • Leiða út formúlur fyrir afleiður einfaldra falla
    • Beita reiknireglum um deildun til að finna afleiður falla og deilda flóknar samsetningar af föllum sem hafa þekktar afleiður
    • Koma hagnýtum verkefnum um há- og lággildi í stærðfræðilegan búning og leysa þau
    • Teikna gröf gefinna falla og rökstutt teikningarnar með markgildis- og dieldarreikningi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
    • Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstutt aðferðir sínar
    • Skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
    • Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
    • Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
    • Beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
    Leiðsagnarmat