Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465653377.68

    Stærðfræði - Fylki og línuleg bestun
    STÆR3FB05
    136
    stærðfræði
    Fylki og línuleg bestun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kynning á línulegri algebru og fylkjareikningi. Fjallað er um jöfnur með tveimur breytum. Fylkjareikning. Gauss-Jordan eyðingu og Cramers reglu.
    STÆR2VH05 eða 10 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu aðgerðum fylkjareiknings s.s samlagningu og margföldun
    • Gauss Jordan eyðingu
    • Cramers reglu við lausn jöfnuhneppa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • finna ákveður
    • finna andhverfur 2x2 og 3x3 fylkja
    • leysa jöfnuhneppi með nokkrum aðferðum
    • leysa hagnýt verkefni með fylkjareikningi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra helstu sannanir sem koma fyrir í námsefni hans
    • fella stærðfræðileg viðfangsefni inn í þá þekkingu og leikni sem hann býr yfir
    • teikna skýringarmyndir til að glöggva sig á vandamálum sem fyrir liggja
    • nýta stærðfræðileg líkön til að fást við aðrar fræðigreinar
    • skilja og taka þátt í að hanna stærðfræðileg líkön sem sniðin eru að ákveðnum viðfangsefnum
    • skilja að það sé ekki sjálfsagt að verkefni hafi lausnir, hvorki einföld jafna né stór viðfangsefni
    Leiðsagnarmat