Meginefni áfangans er rúmfræði. Efnisþættir sem teknir eru fyrir í áfanganum eru: Rúmfræði, kynning á frumhugtökum rúmfræðinnar, hornasumma þríhyrnings, hlutföll í þríhyrningum og regla Pýþagórasar. Flatarmál og rúmmál. Horn við hring. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum. Mælieiningar. Sannanir og rökfræði. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
flatarmáli og rúmmáli
hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningum
Pýþagórasarreglunni
hornasummu þríhyrnings
hlutföllum í þríhyrningum
horni við hring
metrakerfinu (metrar, fermetrar, rúmmetrar) og mælieiningum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leysa rúmfræðileg vandamál
finna horn og hliðar í þríhyrningum
reikna flatarmál og rúmmál
reikna stærðir í einslægum þríhyrningum
finna ferilhorn og miðhorn
vinna með mælieiningar
skilja og vinna með hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum
vinna með og nota Pýþagórasarregluna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ræða um stærðfræðileg viðfangsefni við aðra og setja úrlausnir sínar fram skriflega á skiljanlegan og snyrtilegan hátt
vinna til baka út frá þekktum stærðum og reglum, t.d. að reikna radíus kúlu ef rúmmál hennar er gefið
skilja merkingu helstu stærðfræðitákna og hugtaka í námsefninu og vinna með þau
kunna að nota þekktar formúlur og vinna út frá þeim
geta valið þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt
geta fylgt og skilið röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn.