Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1466077070.69

  Almenn förðun, byrjunaráfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
  FÖRÐ1AB02(FB)
  1
  Förðun
  Almenn förðun, andlits- og litgreining, vöruþekking
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  FB
  Í þessum byrjunaráfanga læra nemendur að gera grein fyrir mismunandi andlitslagi og þörfum einstaklinga. Fjallað er um hlutverk förðunar og áhersla lögð á efnislega þekkingu förðunarvara og förðunaráhalda eins og t.d. ólíka förðunarbursta, svampa og púðurkvasta. Litir litahringsins eru greindir í heita og kalda liti með tilliti til litanotkunar innan snyrtifræðinnar. Nemendur læra að þekkja mismunandi litarátt einstaklinga svo sem augn- og háralit og undirtón húðar. Þeir eru þjálfaðir í að geti valið liti, í samræmi við greiningu á litarhætti, förðunarvörum, naglalakksliti og valið liti á augabrúnir og augnhár þegar notaðir eru ekta litir. Nemendur læra að þekkja áhrifamátt lita og mun á áferð á þeim eins og sanseruð, möttu perlu o.fl.
  Samkvæmt skólanámskrá
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi andlitslögun einstaklinga
  • tilgangi förðunar
  • ólíkum efnum sem notuð eru við förðun
  • áhrifum og tilgangi algengustu förðunarvara og áhalda
  • muninum á milli heitra og kaldra lita með tilliti til litanotkunar innan snyrtifræðinnar
  • mismunandi litarhætti einstaklinga og geta valið liti á förðunarvörum, naglalakksliti og liti til notkunar á augabrúnir og augnhár þegar notaðir eru ekta litir
  • mismunandi áferð lita
  • áhrifamætti lita
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja förðunarvörur sem henta viðskiptavinum
  • greina mismunandi litarhátt og andlitslögun einstaklinga
  • greina á milli mismunandi farða
  • mæla augabrúnir í samræmi við andlitsgreiningu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina andlit og ákveða förðun og viðeigandi efnisnotkun fyrir viðkomandi
  • tengja undirstöðuþekkingu sína í litum til að velja hentugar förðunarvörur, naglalökk og liti þar sem notaður er ekta augnhára- og augabrúnalitur fyrir viðskiptavini
  • tengja undirstöðuþekkingu sína í greiningu á andlitslögun til að ákveða hvaða lögun á augabrúnum klæðir viðskiptavininn
  Vinnueinkunn á önn og lokapróf • Þekking er metin með skriflegu lokaprófi, könnunum og verkefnum sem unnin eru heima og í skólanum.