Einstaklingurinn sem starfsmaður og atvinnulífið almennt
STFR1SA03(ST)
1
Starfsfræðsla
Starfsfræðsla
Samþykkt af skóla
1
3
ST
Í áfanganum er fjallað um einstaklinginn, styrkleika hans, áhuga, hæfni og getu í tengslum við starfsval. Einnig er fjallað um tilgang og félagsleg gildi vinnunar í lífi fólks og hvaða kröfur atvinnuþátttaka gerir til einstaklings sem starfsmanns.
Jafnframt er fjallað um atvinnulífið í víðum skilningi, um tilgang og gildi þess í samfélaginu og mikilvægi sérhvers starfs. Fjallað er um mismunandi atvinnugreinar, starfsgreinar, starfsheiti, störf og vinnustaði sem og hugtök og heiti tengdu viðfangsefninu.
Áfanganum er ætlað að búa nemendur undir virka þátttöku í atvinnulífinu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eigin styrkleikum og áhugasviði þegar að starfsvali kemur
tilgangi og gildi atvinnuþátttöku í lífi sérhvers einstaklings
mismunandi störfum og starfsheitum
að mismunandi störf krefjast mismunandi færni
helstu atvinnugreinum og starfsheitum þeim tengdum
ýmsum hugtökum og heitum er tengjast viðfangsefninu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
átta sig á eigin styrkleika og áhuga varðandi starfsval
þekkja viðeigandi hugtök og heiti er tengjast atvinnuþátttöku og atvinnulífinu
greina mismunandi starfsgreinar og störf þeim tengdum
taka þátt í umræðum tengdu viðfangsefninu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér eigin styrkleikum og áhuga varðandi störf og atvinnuþátttöku
vita hvaða kröfur mismunandi störf gera til einstaklinga
velja starf við hæfi út frá eigin styrkleikum
nota viðeigandi hugtök og heiti er tengjast viðfangsefni áfangans
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.