Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466430800.77

    Matreiðsla almenn
    MATR1MA03(ST)
    1
    matreiðsla
    Matreiðsla almenn
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    ST
    Í þessum áfanga er áhersla á undirstöðuatriði og verklag í matreiðslu. Áhersla er lögð á að vekja áhuga nemenda á matargerð og hollustu matar. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að fylgja uppskriftum og vinnubrögðum í eldhúsi. Jafnframt er áhersla lögð á mikilvægi hreinlætis. Nemendur útbúa fjölbreyttar máltíðir og þjálfast í verklagi í eldhúsi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi fjölbreyttrar og hollrar fæðu
    • uppskriftum og verklagi í eldhúsi
    • almennu hreinlæti við matargerð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útbúa holla máltíð
    • fylgja uppskrift
    • meðhöndla viðeigandi hráefni/ áhöld
    • beita réttu verklagi
    • gæta hreinlætis við matargerð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera greinarmun á hollu og óhollu mataræði
    • nýta sér uppskriftir
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • sýna góða umgengni við eldhússtörf
    • fara eftir almennum hreinlætiskröfum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.