Fjallað verður um samskipti kynjanna, kynlíf, æxlunarkerfi mannsins, kynhneigð og kynheilbrigði. Lögð verður áhersla á mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fólks. Jafnframt verður fjallað um kynferðislega, andlega og fjárhagslega misnotkun. Áhersla verður lögð á að efla sjálfvirðingu nemenda og mikilvægi ábyrgrar ákvarðanatöku.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
virðingu í samskiptum
eigin mörkum og virða mörk annarra
æxlunarkerfi mannsins
hugtakinu kynhneigð
ábyrgri kynhegðun
mikilvægi kynheilbrigðis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
átta sig á viðhorfi til kynlíf
átta sig á að viðeigandi samskipti einkennast af virðingu
eita sér upplýsinga varðandi kynfræðslu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka ábyrgð á eigin samskiptum
taka ábyrgð á eigin kynhegðun
geta valið og hafnað í athöfnum og samskiptum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.