Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í lestri og gerð byggingateikninga en nú með áherslu á timburhús og
þakvirki. Haldið er áfram umfjöllun um almenna byggingauppdrætti en samhliða koma einnig
burðarvirkisuppdrættir þar sem m.a. er komið inn á ýmiss konar álag á byggingar og brunahönnun. Fjallað er
um algengustu útfærslur burðarvirkja úr tré, byggingatæknilegar lausnir, hönnunarforsendur, verklýsingar
með tilliti til m.a. efniskrafna og einangrunar. Nemendur kynnast mátkerfi fyrir byggingariðnaðinn og fá
þjálfun í gerð efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli hönnunargagna. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og byggist á verkefnavinnu með leiðsögn kennara
Nemandi hafi lokið við 10 einingar í grunnteikningu (GRTE1FF05 og GRTE2FÚ05).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
trévirkjum timburhúsansta og útfærslum eikra byggingarhluta
ákvæðum reglugerðar um byggingarefni húsa með áherslu á timbur
helstu ákvæðum reglugerðar um brunavarnir og einangrunbygginga
íslenskum stöðlum um timbur og festingar í burðarvirki húsa
helstu fagheitum á byggingar- og burðarvirkisuppdráttum
mátkerfum fyrir byggingariðnaðinn og hagnýtingu þeirra
hvernig lesa og vinna á með teikningar af timburhúsum og trévirkjum
helstu gerðum uppdrátta og teikninga og öll almenn teiknitákn
lestri, merkingum og verklýsingum á teikningum
teikniaðferðum og teiknireglum fyrir trévirki og timburhús
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera efnislista og einfalda kostnaðarútreikninga á grundvelli teikninga
teikna algengustu deililausnir trévirkja og lítið timburhús geti gert rissmyndir af deililausnum einstakra byggingarhluta úr tré
gera uppdrætti af litlu timburhúsi og deiliteikningar trévirkja
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta stuðst við Rb-blöð í upplýsingaleit og við gerð teikninga
hafa innsýn í tæknilegar útfærslur vegna álags og einangrunar
Mælt er með því að námsmat byggi á verkefnavinnu, skyndiprófum og lokaprófi.