Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1472649203.9

  Náttúru- og umhverfisfræði 1 - sérnámsbraut
  NÁUS1NU03
  2
  Náttúru-og umhverfisfræði - sérnámsbraut
  Vekja áhuga á náttúrunni og umhverfinu
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Megintilgangur áfangans er að viðhalda og styrkja forvitni og áhuga nemendanna á náttúrunni og umhverfi sínu, kenna þeim að skoða hluti og fyrirbæri í náttúrunni og styrkja orðaforða þeirra og þekkingu á jörðinni og lífinu sem þar er að finna. Farið verður í soprflokkun og unnið með endurnýtingu. Gott getur verið að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, t.d. með vettvangsnámi úti í samfélagi, umhverfi og náttúru í þeim tilgangi að nemendur læri, þekki, skilji, og skynji umhverfi sitt sem best.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtökum umhverfisfræðinnar.
  • mengun í lofti, vatni og jarðvegi.
  • flokkun sorps og endurnýtingu.
  • orkubúskap jarðar og helstu orkugjöfum.
  • náttúrunni í kringum sig
  • þekkingu á jörðinni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla sér áreiðanlegra upplýsinga um umhverfismál.
  • flokka sorp og skipuleggja endurnýtingu.
  • leggja mat á áhrif mannsins á umhverfið.
  • vinna með öðrum að lausnum verkefna um umhverfismál.
  • skoða hluti og fyrirbæri í náttúrunni
  • styrkja orðaforða á náttúru-og umhverfismálum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í umræðu og hugtök tengd umhverfismálum.
  • gera sér grein fyrir áhrifum mannsins á mótun lands og áhrif hans á lífríki og umhverfið.
  • umgangast náttúruna af ábyrgð.
  • taka rökstudda afstöðu til helstu umhverfismála og nýtingu umhverfis og auðlinda.
  • áhrifum mannsins á umhverfið.
  Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsagnarmat/símat