Meginviðfangsefni er umhverfið og náttúruvernd, fjallað verður um þjóðgarða, fjölbreytileika náttúrunnar, mengun og fleira. Unnið með flokkun og endurvinnslu á sorpi. Nemandinn er kynntur fyrir þekktum jarðskjálftasvæðum og eldfjöllum á Íslandi. Kynnt þekkt jarðskjálftasvæði og eldfjöll á Íslandi. Nemandinn er kynntur fyrir nærumhverfi sínu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
umhverfismálum, mikilvægi góðrar umgengi og virðingar mannsins fyrir jörðinni
umhverfisvernd
umhverfinu og náttúrunni
þjóðgörðum og svæðisgörðum
fjölbreytileika náttúrunnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér fjölbreyttra upplýsinga í ýmsum miðlum um jörðina og mannlíf
vinna sjálfstætt og með öðrum
ræða um afmarkmörkuð viðfangsefni af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
koma fram fyrir hóp og kynna verkefni sín
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bregðast rétt við náttúruhamförum
sýna ábyrga hegðun gagnvart umhverfi sínu, t.d. með því að vera vistvænn í verki
verða meðvitaður um gildi umhverfisverndar og afleiðingar mengunar