Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1472651345.72

  Náttúru- og umhverfisfræði 3 - sérnámsbraut
  NÁUS1UN03
  1
  Náttúru-og umhverfisfræði - sérnámsbraut
  Náttúruvernd og umhverfið
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Meginviðfangsefni er umhverfið og náttúruvernd, fjallað verður um þjóðgarða, fjölbreytileika náttúrunnar, mengun og fleira. Unnið með flokkun og endurvinnslu á sorpi. Nemandinn er kynntur fyrir þekktum jarðskjálftasvæðum og eldfjöllum á Íslandi. Kynnt þekkt jarðskjálftasvæði og eldfjöll á Íslandi. Nemandinn er kynntur fyrir nærumhverfi sínu.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • umhverfismálum, mikilvægi góðrar umgengi og virðingar mannsins fyrir jörðinni
  • umhverfisvernd
  • umhverfinu og náttúrunni
  • þjóðgörðum og svæðisgörðum
  • fjölbreytileika náttúrunnar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla sér fjölbreyttra upplýsinga í ýmsum miðlum um jörðina og mannlíf
  • vinna sjálfstætt og með öðrum
  • ræða um afmarkmörkuð viðfangsefni af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
  • koma fram fyrir hóp og kynna verkefni sín
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bregðast rétt við náttúruhamförum
  • sýna ábyrga hegðun gagnvart umhverfi sínu, t.d. með því að vera vistvænn í verki
  • verða meðvitaður um gildi umhverfisverndar og afleiðingar mengunar
  • þekkja helstu eldfjöll á íslandi
  • þekkja svæðisgarðinn á Snæfellsnesi
  • þekki nærumhverfið sitt