Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1472727870.85

    Stuttmyndagerð 2 - sérnámsbraut
    SKÖS1KL03
    6
    Sköpun - sérnámsbraut
    Klippivinna
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum kynnast nemendur grunnatriðum í stuttmyndagerð. Nemendur vinna sjálfir handrit, leika, taka upp, klippa og vinna hljóð. Nemendur læra að vinna með allskyns forrit meðal annars klippiforrit sem þau þekkja. Áhersla er lögð á sköpun, að þjálfa nemendur í að vinna úr hugmyndum sínum og efla hæfni þeirra til að útfæra myndina og fá skýra heildarmynd. Nemendur vinna eftir ákveðnu ferli, þ.e. handritsgerð, myndatöku, klippingu og hljóðsetningu. Afurðin fer svo í hæfileikakeppni starfsbrauta.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einfaldri handritsgerð
    • notkun upptökuvéla
    • leikrænni tjáningu
    • klippiforritum
    • hljóðsetningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa í hópavinnu einfalt handrit
    • nýta tölvu og upptökuvél til stuttmyndagerða
    • leika fyrir framan samnemendur
    • klippa saman stuttmynd og setja inn viðeigandi hljóð og/eða tónlist
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði
    • stýra og/eða láta að stjórn samnemenda
    • leika óþvingað fyrir framan upptökuvél, nota klippiforrit og hljóðvinnslu
    • vinna með upptökuvél og Imovie
    • fylgja afurðinni eftir á stuttmyndakeppni
    Leiðsagnarmat, virkni í kennslustundum. Umsögn og einkunn í lok áfanga.