Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1472728412.85

    Skyndihjálp - sérnámsbraut
    SKNS1AL01
    1
    Skyndihjálp - sérnámsbraut
    Skyndihjálp á sérnámsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Markmiðið er að kenna nemendum hvert eigi að leita eftir aðstoð. Farið er í almenna skyndihjálp sem er fyrsta aðstoð sem veitt er slösuðu eða bráðveiku fólki. Meðal umfjöllunarefna eru beinbrot, blæðingar, innvortis áverkar, höfuðáverkar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skyndihjálp, 1. hjálp og sálrænum stuðningi
    • hvað skiptir mestu máli að gera þegar komið er að slysi
    • forgangsröðun aðgerða á vettvangi
    • mikilvægi sálræns stuðnings
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta áverka til að gera sér grein fyrir því hversu mikið einstaklingur er slasaður
    • beita þeim aðferðum sem hann lærði, t.d. endurlífgun
    • forgangsraða aðgerðum á slysstað
    • veita sálrænan stuðning
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita viðeigandi skyndihjálp eða 1. hjálp
    • meta aðstæður á vettvangi slyss
    • forgangsraða aðgerðum á vettvangi
    • meta áverka einstaklinga
    • veita sálrænan stuðning
    • beita endurlífgun
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina.