Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1472738655.18

    Upplýsingatækni 2 - sérnámsbraut
    ULTS1AL02
    2
    Upplýsingatækni - sérnámsbraut
    Almennt
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði í notkun á tölvum og upplýsingatækni. Lögð er áhersla á að nemendur læri á þau verkfæri sem notuð eru í kennslu, læri að skipuleggja sig í námi og læri að nýta sér internetið til gagnaöflunar. Nemendur fá þjálfun í algengustu verkfærum, svo sem ritvinnslu, tölvupósti og töflureikni, meðferð heimilda, geymslu gagna, myndbandsgerð og fleira. Einnig verður farið í samskiptareglur á internetinu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Tölvupósti og heimildanotkun.
    • Verkfærum sem nýtast í námi.
    • Internetinu og notkun þess.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota netið til upplýsingaöflunar.
    • Nota tölvupóst til að vera í samskiptum við vini og annað fólk.
    • Halda utan um gögn og skrár á skipulagðan hátt.
    • Nota ritvinnsluforrit og helstu aðgerðir til að búa til texta.
    • Búa til margmiðlunarverkefni svo sem myndbönd og hljóðskrár.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vera óhræddur við að prófa sig áfram og læra meira á tölvur.
    • Geta unnið sjálfstætt og óstuddur í tölvum.
    • Halda utanum gögn og verkefni.
    • Nota tölvur við lausn verkefna með opnum og jákvæðum huga.
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina.