Í áfanganum er áhersla á að efla þekkingu nemenda á mismunandi starfsheitum. Einnig verða kynntar ýmsar atvinnugreinar og nemendum gefið tækifæri til að máta sig við þær, miðla eigin reynslu og verða upplýst um mismunandi starfsheiti. Nemendur fá verklega þjálfun innan veggja skólans s.s tæta pappír, aðstoð í mötuneyti svo sem þurrka af borðum, raða stólum, vaska upp, ganga frá, setja í þvottavél og þurrkara.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Fjölbreyttum starfsheitum.
Fjölbreyttum vinnustöðum.
Mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Tengja viðeigandi starfsheiti við vinnustaði.
Taka þátt í umræðum um ákveðin starfsheiti.
Sækja sér upplýsingar um ný og framandi starfsheiti.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Þekkja mismunandi starfsheiti og átta sig á hlutverkum sem í þeim felast.
Átta sig á mismunandi kröfum og/eða menntun sem liggja að baki ýmissa starfsheita.
Leiðsagnarmat, verkefnaskil og virkni í kennslustundum.
Umsögn og einkunn í lok áfanga.