Áfanginn er samþættur þar sem flétt er saman helstu markmiðum úr lífsleikni, heilbrigðisfræði og heimilisfræði. Sem dæmi um viðfangsefni er sjálfsmynd og sjálfsvitund, lýðheilsa, kynfræðsla og heimilið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi réttrar sjálfsmyndar og sjálfsvitundar
mikilvægi þess að vera sáttur við sjálfan sig
samfélagslegum gildum, siðfræðum, mannréttindum og jafnrétti
verklagi við heimilisstörf
samhengi gjalda og tekna við rekstur heimilis
mikilvægi hollustu og hreyfingar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
eiga góð samskipti við mismunandi einstaklinga í mismunandi aðstæðum
bera ábyrgð á eigin velferð, líkamlegri og andlegri
vera verklega sjálfbjarga í daglegu lífi
framkvæma flest heimilisverk sem gerð eru á hverju heimili
mikilvægi í hagkvæmni í innkaupum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Þekkja eigin sjálfsmynd og vera sáttur við hana
vera umburðarlyndur gagnvart mismunandi einstaklingum
lifa hollu og heilsusamlegu lífi með tilliti til mataræðis og hreyfingar
taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar
öðlast þekkingu og færni í framkvæmd heimilisverka
öðlast þekkingu og færni í framkvæmd heimilisverka og hvað þarf að hafa í huga þegar stofna á heimili