Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1473431820.62

    Jarðfræði söguslóða Eyrbyggja sögu
    ÍSJA2EJ05
    1
    Íslenska og jarðfræði
    Eyrbyggja saga og jarðfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er þverfaglegur og áhersla er lögð á jarðfræði Snæfellsness, Eyrbyggjasögu og þjóðsögur af svæðinu. Jarðfræði og íslenska mynda meginstoðir áfangans. Tengsl jarðfræði og landslags við tilurð sagna verða ígrunduð og þá er unnið með kort af ýmsu tagi, veðurfræði og sagnaminni. Nemendur þjálfast í textavinna, miðlun og tjáningu. Vettvangsferðir eru hluti áfangans. Lokamarkmið áfangans flest í því að nemendur skipuleggi ferð um söguslóðir Snæfellsness og miðli bæði upplýsingum í máli, myndum og texta um jarðfræði, landslag og náttúru svæðisins ásamt sögum frá fornri tíð.
    Inngangur að náttúruvísindum Inngangur að félagsvísindum Íslenska á fyrsta þrepi eða B eða hærra í íslensku í grunnskóla
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • meginatriðum í jarðfræði Íslands; uppruna landsins og tilveru.
    • landmótun af völdum frostverkana, vatnsfalla, sjávar, jökla og vinds.
    • grunnatriðum vísindalegra vinnubragða og hugtökum í skýrslugerð
    • helstu hugtökum veðurfræðinnar
    • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta
    • grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • Eyrbyggju sögu og almennum einkennum Íslendinga sagna
    • þjóðsögum og sagnaarfi í sínu nærumhverfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla jarðfræðilegrar þekkingar sinnar á sem fjölbreyttastan hátt
    • beita grunnhugtökum jarðfræðinnar
    • greina myndun og mótun landsins í umhverfi sínu
    • beita rökhugsun, ígrundunum og vísindalegum vinnubrögðum til að “lesa í landið” sem er í rökréttu jarðfræðilegu samhengi
    • miðla vísindalegri þekkingu sinni með skýrslugerð
    • lesa staðar- og jarðfræðikort
    • ritun rökfærsluritgerða þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • að nýta og draga saman upplýsingar úr ýmsum áttum
    • markvissri notkun viðeigandi hjálpargagna við frágang ritsmíða
    • að lesa sér til gagns og gaman bókmenntaverk jafnt sem nytjatexta og fjalla um inntak þeirra
    • að flétta saman sögur og fræði og miðla af öryggi, bæði í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • yfirfæra fræðin yfir á umhverfi sitt og náttúru Íslands með hjálp þeirra verkfæra sem fræðin hafa veitt honum
    • öðlast innsýn í jarðfræðilega heimsmynd af umhverfi sínu
    • Skilja hið flókna samspil manns og náttúru
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
    • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    Leiðsagnamat