Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1474544911.2

  Danska fyrir sjáfstæðan notanda - b
  DANS2BF05
  14
  danska
  evrópski tungumálaramminn, framhald, stig b1
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  BA
  Lögð er áhersla á að nemendur geti skilið inntak sérhæfðra ritmáls- og talmálstexta sem þeir þekkja til eða hafa áhuga á. Nemendur eru þjálfaðir í að nota fjölbreyttan orðaforða og algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Hver nemandi á að geta lagt til talað efni af tiltekinni lengd eftir markvissan undirbúning, bæði í formi munnlegs prófs og kynningar fyrir samnemendur, þar sem jafningjamati er beitt. Ritþjálfun fer að mestu fram með notkun tölvu. Nemendur eru þjálfaðir í að beita mismunandi stílbrögðum við ritun texta og geta skrifað 200-300 orð viðstöðulaust um efni sem búið er að vinna með. Nemendur eru hvattir til að hlusta á danskt talmál af ýmsu tagi á vefmiðlum. Nemendur lesa mikið af textum almenns eðlis og sérhæfðum textum um sjálfvalið efni. Einnig lesa nemendur a.m.k. eina skáldsögu.
  DANS1BG05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallaruppbyggingu dansks þjóðfélags
  • hvernig ólík viðhorf og gildi móta danska menningu
  • muninum á danskri og íslenskri menningu
  • hvernig hann flokkar og greinir orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • hvernig hann miðlar þekkingu sinni munnlega og skriflega
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina mælt mál sem er talað tiltölulega hægt og skýrt á stöðluðum mállýskum
  • taka þátt í samræðum þar sem þekktur orðaforði kemur við sögu og geta beitt málfari við hæfi
  • lesa og greina milli ólíkra tegunda texta, t.d. smásagna, frétta og auglýsinga.
  • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina á milli ólíkra lestexta og hlustunarefnis og velja þannig úr efni sem hentar honum til frekari meðhöndlunar
  • geta tekið þátt, óundirbúinn, í samræðum um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á, eða tengist daglegu lífi, og geta gert grein fyrir og haldið skoðunum sínum á lofti
  • geta tekið þátt í samræðum við dönskumælandi fólk af nokkru öryggi og án mikillar umhugsunar
  • geta skrifað skýra, nákvæma texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviðum sínum, þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
  • geta skrifað margs konar texta, s.s. ritgerð eða skýrslu, til að koma upplýsingum eða skoðunum á framfæri, og fylgt þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki
  • geta skrifað bréf og lagt áherslu á mikilvægi ýmissa atburða og reynslu
  Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). Námsmat er í formi símats; munnlegra og skriflegra smærri og stærri verkefni sem dreifast jafnt yfir önnina. Þau byggja á kennara-, sjálfs- og jafningjamati og á virkni og verkefnaskilum nemenda, þar sem færniþættirnir lesskilningur, hlustun, tal og ritun, auk málfræði eru metnir.