Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1475158705.43

  Rafsegulfræði
  BRAF3RS05
  16
  Rafmagn í bíliðngreinum
  rafmagn, rafsegulfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  AV
  Farið er yfir grunnreglu rafsegulfræða. Kynnt er hægrihandarregla (rafalaregla) um stefnu straums þegar leiðari hreyfist í segulsviði og vinstrihandarregla (rafhreyflaregla) um stefnu krafts á straumfara leiðara í segulsviði. Gerðar tilraunir og æfingar með rafsegulbúnað, segulspólur, rafala og rafhreyfla á æfingarhlutum. Upprifjun í notkun fjölsviðsmæla. Skoðaðir rafbúnaðarhlutir sem vinna með segulkrafti svo sem smærri rafhreyfla, rafaflliða, rafhreyfa og orkunotkun þeirra. Farið yfir aðferðir til að prófa og meta ástand rafgeyma, hleðslu rafgeyma og meðferð þeirra. Áhersla á meðferð mæli- og prófunartækja og hættur samfara umgengni um rafbúnað.
  BRAF2MR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • samhengi rafmagns og segulsviðs
  • helstu gerðum rafhreyfla, rafala og segulvirkra íhluta í rafbúnaði ökutækja
  • virkni ræsis og ræsibúnað í ökutækjum
  • muninum á helstu gerðir rafhreyfla í ökutækjum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota mæli- og prófunartæki, þ.á m. fjölsviðsmæla og sveiflusjá
  • prófa og meta ástand rafgeyma og sjá um hleðslu þeirra og umhirðu
  • prófa ræsikerfi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa grunnreglu um rafhreyfla og rafala
  • lýsa virkni rafhreyfla og rafala
  • lýsa virkni ræsa
  • lýsa mælingum og reikna orkuþörf rafhreyfla
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.