Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1475754976.22

  Frumkvöðlafræði
  FRUM3FR05
  1
  frumkvöðlafræði
  frumkvöðlafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  CA
  Nemendur stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á þeirra eigin viðskiptahugmynd. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og að hópurinn framkvæmi greiningarvinnu til að skera úr um hvort viðskiptahugmynd hópsins er raunhæf. Nemendur koma sér saman um eina hugmynd (vöru eða þjónustu) og þurfa að fjármagna hana, markaðssetja, framleiða og selja eða veita. Til að gera námið áþreifanlegt verða fyrirtæki og stofnanir heimsótt og utanaðkomandi fyrirlesarar fengnir í skólann.
  MARK1MA05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • Aðferðum til að koma auga á viðskiptatækifæri • Þróun hugmynda að vöru/þjónustu eða uppfinningu • Helstu atriðum sem varða starfsmannamál • Mikilvægi skýrrar framtíðarsýnar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • Undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni • Útbúa einfaldan rekstrarreikning • Útbúa einfaldan efnahagsreikning • Gera einfalda arðsemisútreikninga • Velja milli viðskiptahugmynda • Útbúa markaðsáætlun • Útbúa auglýsinga og kynningaráætlun • Útbúa einfalda viðskiptaáætlun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • Greina ferlið við að stofna og reka lítil fyrirtæki • Meta hentugt rekstrarform fyrirtækja • Greina viðskiptatækifæri úti á hinum almenna markaði • Fara í stefnumótunarvinnu • Vinna í hópastarfi þar sem jákvæðni, virðing og ábyrgð eru í fyrirrúmi