Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum, lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er styttri textar af ólíkum toga, aðallega greinar úr blöðum, tímaritum og vefmiðlum. Nemendur beita ólíkum lestraraðferðum með það að markmiði að auka lesskilning og stækka virkan orðaforða. Lesin eru tvö óstytt bókmenntaverk ætluð yngra fólki. Nemendur skrifa stuttar samantektir og útdrætti byggða á lesefni áfangans, einnig stuttar ritgerðir þar sem þeir útskýra eigin skoðanir og viðbrögð við lestextum auk þess að skrifa frá eigin brjósti. Einnig er fjallað um grundvallarþætti í uppbyggingu góðrar ritsmíðar, þar með efnisgreinar. Talmál er einkum þjálfað í para- og hópvinnu auk þess sem nemendur flytja stuttar kynningar á þemaverkefnum tengdum enskumælandi löndum. Hlustunarefni er byggt á köflum úr kvikmyndum og sjónvarpsefni, þar með fréttatengdu efni. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð í heimanámi og samvinnu nemenda í kennslustundum.
Lokaeinkunn í ensku úr grunnskóla A, B+ eða B.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði bæði munnlega og skriflega
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja lengra talað mál á eðlilegum hraða
lesa almenna texta með ólíkum lestraraðferðum
taka þátt í almennum samræðum, t.d. á ferðalögum erlendis, um kunnuglegt efni
tjá sig nokkuð skýrt og skilmerkilega um kunnuglegt efni
skrifa vel uppsettan lengri texta um kunnuglegt efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, þar sem umræðuefnið er kunnuglegt
tileinka sér efni stutts ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
lesa óstytta bókmenntatexta sem ætlaðir eru ungu fólki
takast á við margvíslegar aðstæður í almennum samskiptum, t.d. á ferðalögum, í almennum skoðanaskiptum, og umræðum um málefni dagsins og beita eðlilegum kurteisisvenjum
tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt af talsverðu öryggi
skrifa heildstæðan, vel skipulagðan texta samkvæmt viðurkenndum ritvenjum
skrifa texta frá eigin brjósti
skrifa einfaldar samantektir sem tengjast námsefni
Sérstakt ritunarpróf og munnlegt próf. Kennaraeinkunn sem byggir að mestu á ástundun og heimavinnu nemenda þ,m.t. má nefna orðaforðaverkefni, stuttar ritgerðir og stuttar kannanir úr lesefni áfangans, þar með skáld- og smásögum. Skriflegt lokapróf í lok annar.