Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476970190.97

    Saga Berlínar/Berlínarferð
    ÞÝSK1BE05
    23
    þýska
    berlínaráfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum valáfanga í þýsku er höfuðborg Þýskalands, Berlín, tekin til umfjöllunar. Fjallað er um sögu og menningu borgarinnar frá ýmsum sjónarhornum og vinna nemendur verkefni jafnframt því sem þeir afla upplýsinga. Áfanganum lýkur með nokkurra daga ferð til Berlínar í vor. Nemendur skipuleggja ferðina undir handleiðslu kennara. Í upphafi áfangans verða teknar ákvarðanir um fjáröflun og aðra praktíska hluti sem tengjast ferðinni.
    ÞÝSK1GR05 - eða fimm einingar á fyrsta þrepi. Má taka samhliða ÞÝSK1BB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu Berlínar á 20.öld, skiptingu hennar og hvernig hún varð aftur ein borg þegar þýsku ríkin voru sameinuð.
    • einkennum þeirrar mállýsku sem töluð er í Berlín.
    • hvernig borgin er uppbyggð og hvar helstu kennileiti og áhugaverða staði er að finna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja texta sem fjalla um sögu Þýskalands og Berlínar.
    • skrifa texta um tiltekin málefni sem tengjast Berlín eða sögu hennar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rata um borgina og þekkja helstu staði, kennileiti og byggingar. ...sem er metið með... Verkefnum, munnlega og skriflegum.
    • tjá sig á hótelum, söfnum og veitingastöðum.