Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1477341006.94

    Yndislestur
    ENSK2YL05
    37
    enska
    Yndislestur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur lesa sjálfstætt minnst fimm skáldverk á ensku. Að minnsta kosti þrjú eiga að vera af lista sem nemendur fá í hendur í byrjun annar og tvenn verk mega nemendur velja sjálfir en kennari verður að sjá þær og samþykkja. Nemendur sækja ekki formlegar kennslustundir en mæta reglulega í viðtal til kennara þar sem þeir gera grein fyrir því sem þeir hafa lesið – samtals 5 sinnum á önninni. Hvert viðtal tekur 10 – 15 mínútur. Nemendur skrifa svokallað Reading Journal (lesskýrslu) um hvert verk sem þeir lesa og skila þegar þeir mæta í viðtal. Einnig gera þeir grein fyrir stöðu sinni einu sinni í viku með tölvupósti. Mikilvægt er að nemendur lesi reglulega; því er gerð krafa um að ekki líði meira en þrjár vikur milli viðtala.
    ENSK2SG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi stíltegundum bókmenntaverka
    • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni með góðu móti í áframhaldandi námi og starfi
    • menningarlegu og sögulegu samhengi í þeim verkum sem lesin eru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina aðalatriði texta
    • veita uppbyggilega gagnrýni um lesin bókmenntaverk
    • stuðla að málefnalegri umræðu um ákveðin stef eða þemu í lesnum bókmenntaverkum á ensku
    • tjá og rökstyðja skoðanir sínar á ensku
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka ánægju sína við lestur enskra bókmenntaverka
    • lýsa flóknum atburðum með skýrum hætti á ensku
    Lokaeinkunn er byggð á þremur þáttum: a) viðtölum nemenda við kennara. b) lesskýrslum, c) tölvusamskiptum við kennara