Kynnt verður hvað felst í heimildavinnu, hvernig heimilda er aflað og rætt um trúverðugleika heimilda. Nemendur vinna heimildaverk og velja sér viðfangsefni eftir áhuga hvers og eins. Kynnt verða mismunandi möguleikar á verkefnaskilum svo sem ritgerðir, vídeóverk, glærusýningar, leikþættir, útvarpsþættir og fleira. Nemendur kynna verk sín fyrir hópnum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
trúverðugleika heimilda
hvar hægt er að afla heimilda
mismunandi leiðum í úrvinnslu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja sér efni eftir áhugasviði
afla heimilda
vinna úr heimildum
velja leið til úrvinnslu verkefna
kynna heimildaverk
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér mismunandi aðferðir við vinnslu heimildaverks
hlusta á kynningu samnemenda af virðingu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.