lesskilningur, málfræði, stig b1 í evrópska tungumálarammanum
Samþykkt af skóla
2
5
Nemendur lesa fjölbreytta texta. Áhersla lögð á virkan og hagnýtan orðaforða. Farið verður í flóknari atriði málfræði og málnotkunar. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni í öllum þáttum tungumálakennslu. Nemendur þjálfast í samræðutækni og að tjá afstöðu sína og skoðanir.
Nemendur hafa lokið grunnskóla með einkunnina B eða hærri einkunn.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
dönsku þjóðlífi og menningu og hvernig danskan opnar aðgang að norræna menningarsvæðinu (menntun og atvinnulífi)
orðaforða til undirbúnings áframhaldandi náms og starfa á Norðurlöndum
uppsetningu og skipulagi ritaðs máls
skilning á dönsku lesmáli
undirstöður danskrar málfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja eðlilegt talað mál við mismunandi aðstæður og algengustu orðasambönd
lesa fjölbreytta texta um ólík efni og beita þeim lestraraðferðum sem henta hverju sinni
tjá sig munnlega skýrt og með nokkru öryggi um málefni sem hann hefur kynnt sér
rita texta af ólíkum gerðum og fylgja helstu málnotkunarreglum
beita meginreglum danskrar málfræði og setningafræði
túlka mismunandi bókmenntatexta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja daglegt mál svo sem samræður og fjölmiðlaefni
skilja inntak erinda og annars flóknara efnis sem hann hefur kynnt sér
afla sér upplýsinga úr margvíslegum rituðum textum svo sem blaðagreinum, bókmennta- eða fræðitextum
draga eigin ályktanir af textum og setja þær fram bæði munnlega og skriflega
taka þátt í daglegum samræðum við fólk á dönsku
skiptast á skoðunum og tjá hugmyndir sínar á áheyrilegan hátt
skrifa læsilega og málfræðilega rétta texta um valið efni á persónulegan og skapandi hátt
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.