Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1477493669.35

    Almenn málnotkun og læsi
    ÍSLE1AL05(ST)
    54
    íslenska
    Almenn málnotkun og læsi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    ST
    Nemandinn vinnur með margvíslegan texta s.s. bókmenntatexta og texta í dagblöðum, tímaritum og á netinu. Nemandinn kynnist fjölbreytileika tungumálsins og veltir fyrir sér ýmsum hliðum þess. Verkefnavinna sem stuðlar að aukinni færni í íslensku. Kynning á mismunandi aðferðum til lestrar s.s. ritmáls-, hljóð- og rafbókum. Einnig verða kynnt hjálpargögn s.s. flýtiorðasasöfn, leiðréttingarforrit og talgervill. Lögð er áhersla á að nemendur noti viðeigandi hjálpargögn og lestrarleið við hæfi hvers og eins.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi lestrarfærni
    • mikilvægi lesskilnings
    • mismunandi lestrarleiðum
    • mismunandi hjálpargögnum til lesturs og ritunar
    • að tungumálið sé margbreytilegt og í stöðugri þróun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér texta til gagns og gamans
    • nýta aukin orðaforða
    • nýta sér hjálpargögn
    • meta hvaða lestrarleið hentar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita tungumálinu á fjölbreyttan hátt
    • styrkja eigin málfærni
    • beita gagnrýnni hugsun í málnotkun
    • nýta bækur sér til gagns og gamans
    • nýta upplýsingatækni
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.