Í áfanganum er lögð áhersla á að kynna helstu rannsóknaaðferðir félagsfræðinnar. Einnig er vakin athygli á þeim tengslum sem ríkja á milli kenninga greinarinnar og rannsóknaaðferða. Fjallað verður um kosti og galla rannsóknaaðferða og siðferðileg vandamál sem geta komið upp við félagsfræðilegar rannsóknir.
10 einingar á 2 þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu rannsóknaaðferðum sem notaðar eru í félagsfræði
eigindlegum og megindlegum rannsóknaaðferðum
hvaða rannsóknaaðferðir eru notaðar af þeim sem aðhyllast; átakakenningar, samvirknikenningar og samskiptakenningar
helstu úrtaksaðferðum og hvernig tölfræði nýtist við félagsfræðilegar rannsóknir
notkun tölvubúnaðar við framkvæmd rannsókna
þeim reglum sem notaðar eru við gerð rannsóknaskýrsla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fjalla um mismunandi rannsóknaaðferðir og leggja mat á hvenær unnt er að notast við hverja þeirra
gera grein fyrir því rannsóknarferli sem á sér stað við félagsfræðilegar rannsóknir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
undirbúa umfangslitla félagsfræðilega rannsókn, framkvæma hana og vinna úr henni
gera rannsóknarskýrslu þar sem gerð er grein fyrir rannsóknaraðferð sem valin er, framkvæmd rannsóknar lýst og niðurstöður birtar
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.