Að nemendur öðlist skilning á eðlisfræði hljóðs og hvernig hljóð hegðar sér í rými. Nemendur skilji hugtök eins og fasvik, vörpun, endurkast og átti sig á mismunandi burðarhraða hljóðs í mismunandi efnum. Nemendur hafi jafnframt áttað sig á áhrifum úthljóða (undir og yfir heyranlegum mörkum). Nemendur þekki sögu upptökutækninnar og þróun tækjabúnaðar. Nemendur þekki mismunandi gerðir hljóðnema og hvernig þeir breyta hljóði í rafboð.
Nemandi þarf að hafa lokið að minnsta kosti 100 feiningum í framhaldsskóla af 1. og 2. þrepi. Þar af þarf nemandi að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, ensku og íslensku á 2. þrepi. Einnig er æskilegt að nemandi hafi stundað tónlistarnám af einhverju tagi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eðlisfræði hljóðs.
umbreytingu hljóðs í rafboð.
virkni eyra gagnvart hljóði.
mismunandi gerðum hljóðnema.
hlutfalli suðs og merkis.
mismunandi upptökutækni.
sögu hljóðupptökutækni.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reikna bylgjulengd hljóðs út frá tíðni eftir því hvaða efni er leiðari.
útskýra hugtök eins og sjálfsveiflun, suð, desíbel, vörpun, hljómur, yfirtónn, áttund.
reikna út hegðun hljóðs eftir gerð rýmis.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
áætla heppilega upptökutækni.
taka upp tal og tónlist með þokkalegum árangri.
meta skilyrði til upptöku og hvernig má hámarka nýtingu rýmis til upptöku.
segja frá þróunarsögu tækja.
taka þátt í samræðum er varða fagið.
halda þekkingu sinni við með lestri fagtímarita, vefsíða og samræðu.
Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.