Nemendur æfast í notkun mælitækja og gera sér grein fyrir áhrifum mælitækja á virkar rásir. Nemendur vinna verkefni við einfaldar transistorrásir, æfast í mælingum með AVO mæla og sveiflusjár. Nemendur gera sér grein fyrir hvaða áhrif innri viðnám mælitækja hafa á áhrif mælinga. Nemendur læra að setja upp einfaldar rafeindarásir s.s. transistormagnara og aðgerðarmagnara í mismunandi tengingum og gera mælingar til glöggvunar á virkni. Þættir eins og mögnun, Z, tíðnisvörun eru mikilvægir. Nemendur læra um sveifluvaka og virkni helstu gerða. Nemendur þjálfast í teikningu rafeindarása og í notkun hermiforrita. Lögð er áhersla á að nemendur læri að sækja upplýsingar á Internetið og nýta þær. Nemendur læra um praktíska notkun rása og hvernig þær nýtast í almennum tækjabúnaði.
RTÆK2GA03CR
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
virkni AVO mæla og sveiflusjár.
áhrifum mælitækja á virkar rásir.
virkni transistorrása.
virkni mismunandi tengimáta transistorrása, CE, CB, CC.
áhrifum tengimáta á Z inn, Z út, tíðnisvörun.
virkni rása með aðgerðarmagnara og mismunandi tengimáta.
mikilvægi rétts frágangs á jarðbindingum í smáspennurásum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
prófa rafeindarásir í hermiforriti.
yfirfæra rafeindarás af teikningu yfir á tengibretti.
hanna einfaldar transistorrásir út frá forskrift um inngangs- og útgangsskilyrði sem og tíðnisvörun og mögnun.
mæla virkar rafeindarásir og draga ályktanir.
nota internetið til öflun upplýsinga um rásir og íhluti.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hanna einfalda transistorrás í stað bilaðrar rásar.
hanna einfalda transistorrás inn í stærra kerfi með skilyrta hegðun.
hanna og smíða einfalda rafeindarás með aðgerðarmagnara sem uppfyllir ákveðnar kröfur um mögnun, tíðnisvörun og riðstraumsviðnám inngangs og útgangs.
mæla og bilanagreina virka rafeindarás.
Kennsla er verkefnastýrð að mestu, námsmat er símat með tvo til þrjá lykilmatsþætti og leiðsagnarmat.